Nýtt skólaár hafið í Selásskóla

Selásskóli

Nú er nýtt skólaár hafið í Selásskóla. Skólasetning fór fram föstudaginn 22. ágúst og hófst kennsla mánudaginn 25. ágúst hjá öllum árgöngum nema í 1. bekk. Umsjónarkennarar fyrsta bekkjar hafa átt móttökufundi með nemendum og foreldrum þeirra þessa fyrstu daga, en kennsla samkvæmt stundaskrá hefst hjá þeim þriðjudaginn 26. ágúst.

Í vetur stunda 177 nemendur nám við Selásskóla. Þar af eru 23 börn að hefja grunnskólagöngu sína í fyrsta bekk og bjóðum við þau sérstaklega velkomin. Við bjóðum einnig alla aðra nýja nemendur hjartanlega velkomna og vonum að þeim muni líða vel í skólanum okkar.

Umsjónarkennar í vetur eru:

1. bekkur – Helga Lucia Bergsdóttir og Ólöf Huld Ómarsdóttir

2. bekkur – Salóme Gísladóttir og Sigríður Hallsteinsdóttir

3. bekkur –  Stefanía Ósk Þórisdóttir

4. bekkur - Karólína Þórunn Guðnadóttir

5. bekkur – Fanney Ófeigsdóttir og Sigrún Fossberg Arnardóttir

6. bekkur – Sandra Grettisdóttir

7. bekkur - Heiðrún Brynja Ólafsdóttir og Sigrún María Karlsdóttir

Framundan er fjölbreytt og skemmtilegt skólaár, en skólinn fagnar 40 ára afmæli í vetur sem mun án efa setja svip sinn á starfið.

Við hlökkum til góðs samstarfs og gleðilegs skólaárs með nemendum og fjölskyldum þeirra.