Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Skólastarf í Selásskóla hófst haustið 1986. Skólinn er jaðarskóli efst í Árbænum. Börnin eru í Selásskóla til 12 ára aldurs en þá fara þau í Árbæjarskóla sem er safnskóli hverfisins. Skólinn hefur nýtt sér nálægð við helstu náttúruperlur borgarinnar með því að tengja hana við sem flestar námsgreinar. 

Í Selásskóla er leitast við að koma til móts við mismunandi þarftir hvers nemanda með því að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og námsefni. Lögð er áhersla á samvinnu bæði kennara og nemenda með teymiskennslu/vinnu. Námsmat er einstaklingsmiðað og á að vera hvetjandi fyrir nemendur. 

Einkunnarorð skólans eru Látum þúsund blóm blómstra og gildin eru virðing, gleði og vinátta. Þetta leiðarljós endurspegla áherslu í skólastarfinu.

Frístundaheimilið Víðisel er fyrir börn í 1.-4. bekk í Selásskóla og félagsmiðstöðin Tían býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Stjórnendateymi

Skólastarfið

Starfsáætlun 2024-2025

Hvað er framundan í Selásskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat skólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, dagatal og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Selásskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skólanámskrá Selásskóla

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Skólaráð Selásskóla

Rósa Harðardóttir, skólastjóri

Margrét Rós Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri 

Áslaug Eva Antonsdóttir kennari  

Anna Soffía Þórðardóttir starfsmaður  

Kristveig Björnsdóttir, foreldri  

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar þurfa nú að skrá mataráskrift í kerfi Matartímans og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matartímans/Abler.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. 

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Selásskóla.